
Dagurinn sem aldrei gleymist - Loksins kom titill
Okkar menn voru enn að jafna sig eftir sigurinn í deildabikarnum. Magnús Tindri, Hjálmar og Jón Grétar fara yfir ótrúlegan sigur á Wembley og framhaldið hjá Newcastle United.

Úrslitaleikurinn og aðdragandinn
Sjötti þáttur af Allt er svart og hvítt er farinn í loftið. Nú er komið að stóru stundinni. Jón Grétar, Magnús Tandri og Hjálmar Aron spá í spilin fyrir úrslitaleikinn gegn Liverpool í enska deildabikarnum um næstu helgi.

Eftirvænting á Tyneside
Fimmti þáttur af Allt er svart og hvítt er farinn í loftið. Jón Grétar, Magnús Tandri og Úlfur fara yfir gengi Newcastle upp á síðkastið og spá í spilin fyrir komandi vikur þar sem okkar menn leika í úrslitum í deildarbikarnum gegn Liverpool um miðjan mars.

Wembley í augsýn
Árið 2025 fer af stað með látum hjá Newcastle United. Liðið hefur unnið sjö leiki í röð og er í dauðafæri á að komast í úrslit á Wembley. Jón Grétar, Magnús Tindri og Úlfur Karlsson ræða ótrúlegt gengi liðsins á síðustu vikum í nýjasta þætti Allt er svart og hvítt.

Skýr markmið í Skíriskógi
Eftir alltof langt landsleikjahlé eru strákarnir komnir aftur. Farið var yfir síðustu leiki, helstu fréttir af liðinu, Sunderland hornið var á sínum stað og það var hitað upp fyrir Forest leikinn.

Sáttarfundir og Brattabrekkan City
Nýr þáttastjórnandi hlaðvarpsins ‘Allt er svart og hvítt’ Agnar Freyr og Jón Grétar og Magnús Tindri settust niður og ræddu leikina við Wolves og Fulham. Tóku svo stöðuna á Man City leiknum. Ýmislegt annað bar á góma og að sjálfsögðu var 5under1and hornið á sínum stað.

Upphafið og glugginn
Þrír hressir Newcastle spekingar taka stöðuna og kafa djúpt í málefni líðandi stundar. Þeir fara í saumana á leikmannaglugganum, ræða helstu styrkingar og veikleika liðsins, og fara yfir fyrstu fjóra leiki tímabilsins. Þeir horfa einnig fram á veginn og rýna í það sem koma skal. Spjallið er lifandi, skemmtilegt og fullt af innblásnum umræðum um allt það heitasta í heimi Newcastle United.