lög KLÚBBSINS

Lög Newcastle klúbbsins, kt. 5203033670.

Lög Newcastle klúbbsins á Íslandi
Stofnaður 18. febrúar 2003

1. grein

Heiti klúbbsins er Newcastle United klúbburinn á Íslandi. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein

Hlutverk klúbbsins er að safna saman íslenskum aðdáendum Newcastle United Football Club á Englandi í einn klúbb á Íslandi.

3. grein

Tilgangi sínum hyggst klúbburinn ná með margs konar starfsemi, svo sem almennu félagsstarfi í kringum beinar útsendingar, rekstri heimasíðu á Internetinu, hópferðum á leiki Newcastle FC á St. James' Park og víðar, upplýsingum um félagsstarf á Facebook og viðburðum félaginu tengdu svo sem árshátíð félagsmanna.

4. grein

Fullgildir félagsmenn í klúbbnum geta orðið þeir sem skrá sig og greiða árgjaldið.

5. grein

Rétt til setu og atkvæða á fundum klúbbsins hafa allir fullgildir félagsmenn.

6. grein

Heimilt er að víkja félögum úr klúbbnum, ef þeir í ferðum eða í nafni klúbbsins, brjóta reglur eða koma ósæmilega fram að mati meirihluta stjórnar.

7. grein

Félagsgjald skal greitt árlega og skal upphæð þess ákveðin á aðalfundi.

8. grein

Reikningsár klúbbsins er frá áramótum til áramóta (almanaksárið). Reikningar skulu skoðaðir og undirritaðir af skoðunarmönnum klúbbsins fyrir lok janúar.

9. grein

Aðalfund klúbbsins skal halda í febrúarmánuði ár hvert í afmælismánuði Sir Bobby Robson. Til aðalfundar skal boða með tryggum hætti með minnst fjórtán daga fyrirvara. Atkvæðisrétt hafa aðeins fullgildir félagsmenn. Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða afgreiðslu mála.

10. grein

Dagskrá aðalfundar skal vera

  1. Fundur settur.

  2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.

  3. Kannað kjörgengi fundarmanna.

  4. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs.

  5. Skýrsla stjórnar.

  6. Ársreikningar og álit skoðunarmanna.

  7. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga.

  8. Lagabreytingar.

  9. Kosning formanns til tveggja ára (annað hvert ár).

  10. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.

  11. Kosning tveggja til fjögurra varamanna í stjórn til eins árs.

  12. Kosning endurskoðanda.

  13. Ákvörðun félagsgjalds.

  14. Fjárhagsáætlun.

  15. Önnur mál.

11. grein

Lögum klúbbsins verður aðeins breytt á aðalfundum félagsins. Tillögum til lagabreytinga skal skila skriflega minnst 30 dögum fyrir aðalfund til stjórnar og skal stjórn geta þess og kynna framkomnar lagabreytingatillögur á heimasíðunni og á Facebook. Nái lagabreytingartillaga samþykki 3⁄4 hluta fundarmanna telst hún samþykkt.

12. grein

Stjórn klúbbsins skipa formaður og fjórir meðstjórnendur ásamt aðilum í nefndum og ráðum.

13. grein

Stjórn skiptir sjálf með sér verkum.

14. grein

Annað hvert ár, það er þau ár sem enda á oddatölu, skal kjósa formann til tveggja ára í senn.

Á hverjum aðalfundi skal kjósa tvo meðstjórnarmenn til tveggja ára þannig að alltaf sitji áfram tveir stjórnarmenn úr fyrri stjórn. Stjórnarmenn sem láta eiga af embætti geta boðið sig fram aftur til stjórnarstarfa fyrir klúbbinn.

15. grein

Stjórn klúbbsins ræður málefnum hans á milli aðalfunda, með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Stjórnin tekur ákvarðanir um starfsemi og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum klúbbsins.

16. grein

Stjórnarfundur er ályktunarhæfur er meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns.

17. grein

Komi fram tillaga um að leggja klúbbinn niður, skal boða til annars fundar innan mánaðar og skal ákvörðun þess fundar vera endanleg. Eignir klúbbsins skulu þá renna til annarra áhugamannaklúbba hér á landi um enska knattspyrnu.


Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins 2. desember 2023.

Newcastle klúbburinn á Íslandi
Kt. 5203033670
nufc@nufc.is

stjórn og ráð klúbbsins.