Yfirburðir og fjögur mörk gegn Ipswich
Alexander Isak fór á kostum og gerði þrennu þegar Newcastle United vann afar sannfærandi 4:0 útisigur gegn Ipswich á Portman Road-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Newcastle fékk draumabyrjun í leiknum en strax eftir 26 sekúndur skoraði Alexander Isak. Jacob Murphy gerði mjög vel á hægri kantinum og átti fyrirgjöf sem varnarmaður Ipswich náði ekki að hreinsa en boltinn barst til Isak sem þrumaði boltanum í markið. Upphaflega var dæmd rangstaða þar sem Murphy var talinn vera fyrir innan, en eftir langa skoðun í VAR var markið dæmt gott og gilt, 1:0.
Fyrri hálfleikurinn var næstum eins þægilegur og Newcastle gat óskað sér. Sandro Tonali átti skot sem fór rétt framhjá og Anthony Gordon skallaði rétt yfir. En eftir um hálftíma leik tvöfaldaði Newcastle forystuna eftir laglegt samspil hjá Sandro Tonali, Joe Willock, Isak og Gordon. Að lokum þrumaði Murphy boltanum í markið með skoti sem fór í þverslána og inn, 2:0.
Newcastle bætti síðan við þriðja markinu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Leikmenn Ipswich léku sér að eldinum og misstu boltann frá sér eftir góða pressu frá Bruno Guimaraes í eigin vítateig. Boltinn endaði hjá Isak og markahrókurinn afgreiddi færið af miklu öryggi, 3:0.
Bruno Guimarães, sem var stórkostlegur á miðjunni í leiknum, átti skalla í stöngina í seinni hálfleiknum.
Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik kom fjórða markið hjá Newcastle. Murphy gerði frábærlega með því að komast inn í teig og forðast tæklingar áður en hann sendi boltann með bakhælspyrnu á Isak sem náði að pota boltanum í netið úr ótrúlega þröngu færi. Staðan orðin 4:0 fyrir Newcastle sem urðu síðan lokatölur leiksins.
Willock hefði getað bætt við fimmta markinu en hann skaut yfir úr góðri stöðu, á meðan Harvey Barnes, sem kom inn á sem varamaður, átti skot yfir eftir að hann fékk boltann í kjölfar hornspyrnu. Á hinum enda vallarins reyndi Nathan Broadhead á Martin Dúbravka, sem annars hafði lítið að gera í markinu allan leikinn.
Newcastle var næstum búið að bæta við fimmta markinu í lokin þegar Dan Burn skoraði, en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Með sigrinum fer Newcastle upp í 7. sæti deildarinnar og í 26 stig, aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti.
Næsti leikur Newcastle er gegn Aston Villa á heimavelli þann 26. desember.
Einkunnir frá BBC Sport
A. Isak 9.41 - maður leiksins, J. Murphy 9.06, S. Tonali 8.66, Bruno Guimarães 8.48, L. Hall 8.30, A. Gordon 8.28, D. Burn 8.13, F. Schär 8.07, T. Livramento 7.96, M. Dúbravka 7.89, J. Willock 7.63, L. Miley 7.49, K. Trippier 7.30, H. Barnes 7.27, S. Longstaff, 7.25, M. Almirón 7.20.