Ótrúlegur uppgangur hjá Burn
Dan Burn reyndist hetjan í mögnuðum sigri gegn Liverpool í úrslitum enska deildabikarsins.
Michael Brown, fyrrverandi miðjumaður í úrvalsdeildinni, segir að uppgangur Dan Burn frá því að spila með Darlington í neðri deildum og vinna síðan enska deildabikarinn sé gott dæmi um að gefast aldrei upp á ferlinum, sama hversu seint atvinnumennskan byrjar.
Burn, sem var nýverið valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn af Thomas Tuchel, skrifaði sig í sögubækur Newcastle United með því að skora fyrsta mark leiksins í 2:1 sigri á Liverpool í úrslitum enska deildabikarsins á Wembley þann 16. mars síðastliðinn.
Burn, sem er 33 ára, lék allan leikinn fyrir enska landsliðið síðasta föstudag þegar liðið vann 2:0 sigur á Albaníu í undankeppni HM.
„Þetta er góð áminning um að halda áfram að trúa á sjálfan sig og vita að tækifærið kemur að lokum,“ sagði Brown í Monday Night Club á BBC á dögunum. „Viðhorf hans er frábært og ég er virkilega ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Brown jafnframt.
Dan Burn í leik með enska landsliðinu á dögunum.
Umræðuna um Burn í þættinum má sjá hér að neðan: