Salah nýyrði yfir vasa - „Livramento var gjörsamlega með hann í vasanum“

Tino Livramento fyllti upp í skarð Lewis Hall í vinstri bakvarðarstöðunni í úrslitaleiknum gegn Liverpool á dögunum og fékk það erfiða hlutverk að verjast Mohamed Salah. Livramento átti frábæran leik og náði að halda Salah í skefjum allan leikinn.

Frammistaða Livramento í úrslitaleiknum var til umræðu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Allt er svart og hvítt.

„Maður hafði smá áhyggjur fyrir leik að Tino Livramento yrði vinstra megin á móti Mohamed Salah en Livramento var gjörsamlega með hann í vasanum. Salah hefur ekki spilað verri leik. Hann náði ekki skoti á markið og náði ekki að búa til eitt færi. Hann hefur ekki spilað lélegri leik á Englandi,“ sagði Magnús Tindri Sigurðarson í þættinum.

Slegið var á létta strengi í þættinum þar sem nýrði leit dagsins ljós. „Ég held að við ættum að búa til nýtt orð yfir vasa - það er Salah. Að vera með svona sér Salah-vasa,“ sagði Jón Grétar Leví Jónson í þættinum.

Hér að neðan er hægt að hlusta á nýjasta þátinn af Allt er svart og hvítt.

Previous
Previous

Hefur farið á níu leiki á leiktíðinni og lét sig ekki vanta á úrslitaleiknum

Next
Next

Ótrúlegur uppgangur hjá Burn