Sigurgangan á enda
Endi var bundinn á sigurgöngu Newcastle United í dag þegar liðið tapaði fyrir Bournemouth á St James’ Park. Fram að því hafði Newcastle unnið níu leiki í röð í öllum keppnum og hefði getað sett nýtt félagsmet með því að sigra í dag, en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 4:1 sigri Bournemouth.
Bournemouth byrjaði leikinn mun betur og tók verðskuldaða forystu strax á 6. mínútu þegar Kluivert stýrði boltanum snyrtilega í fjærhornið, 1:0.
Newcastle jafnaði metin á 25. mínútu þegar Bruno Guimarães skoraði með skalla eftir góða hornspyrnu frá Lewis Hall, 1:1.
Gestirnir frá Bournemouth héldu hins vegar áfram að vera sterkari aðilinn og komust aftur yfir rétt fyrir leikhlé með marki frá Kluivert, 2:1, eftir að Guimarães hafði misst boltann rétt fyrir utan eigin vítateig.
Eftir um klukkatíma leik var mark dæmt af Bournemouth eftir nánari skoðun í VAR, þar sem boltinn hafði farið út af í aðdragandanum.
Gestirnir náðu þó að bæta við þriðja markinu í uppbótartímanum þegar Kluivert fullkomnaði þrennuna sína með skoti utan teigs sem fór framhjá Dubravka í markinu, 3:1. Milos Kerkez bætti síðan við fjórða marki Bournemouth undir blálokin, 4:1.