Sendu myndbandskveðju á leikmenn Newcastle fyrir undanúrslitaleikinn
Strákarnir eiga skilið kveðju frá Íslensku stuðningsfólki
Í tilefni af undanúrslitaleik Newcastle gegn Arsenal vill félagið bjóða stuðningsmönnum alls staðar að úr heiminum, m.a. á Íslandi, að senda stuðningsskilaboð til liðsins.
Ef þú vilt taka þátt getur þú hlaðið inn stuttu myndbandi (hámark 10 sekúndur, tekið upp á hlið) þar sem liðinu er óskað góðs gengis. Við hvetjum ykkur til að safna saman góðum vinum, fjölskyldu eða öðrum stuðningsmönnum saman, klædd í búning, með fána eða trefla og taka upp myndband. Mundu að taka fram að þú sért á Íslandi þegar þú skilar kveðjunni.
Skilaboðin gætu verið spiluð í St. James' Park á leiknum og einnig gætu þau komið fram á samfélagsmiðlum Newcastle United.
Þú getur hlaðið upp myndbandinu þínu á eftirfarandi slóð https://gf.fan/nufc/goodluckmessage
Skilafrestur er til 29. janúar. Gangi þér vel!