Árgjald klúbbsins – Tryggjum sterkan fjárhagsgrunn
Kæru félagsmenn Newcastle klúbbsins á Íslandi. Nú þegar nýtt tímabil er hafið er komið að greiðslu árgjaldsins fyrir tímabilið 2024-2025. Gjaldið er óbreytt frá fyrra ári, kr. 5.000. Stjórn klúbbsins hvetur alla félagsmenn til að ganga frá greiðslu í októbermánuði með því að leggja inn á bankareikning klúbbsins, 0544-05-486996, kt. 520303-3670. Með því sparið þið bæði seðilgjöld og klúbbnum óþarfa kostnað við innheimtu.
Þeir sem ekki hafa greitt fyrir lok október fá greiðslukröfu í heimabanka sinn, að viðbættum seðilgjöldum.
Klúbburinn hefur á þessu ári lagt í töluverðan kostnað við ýmis markaðsmál. Þessi starfsemi er háð árlegum kostnaði, og því er mikilvægt að við, félagsmenn, stöndum saman til að tryggja áframhaldandi rekstrargrundvöll klúbbsins.
Við þökkum ykkur fyrir stuðninginn og hlökkum til að sjá ykkur á komandi viðburðum!
Stjórn Newcastle klúbbsins á Íslandi.