Newcastle mætir toppliðinu

Annað kvöld mun Newcastle United taka á móti toppliðinu Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:30.

Newcastle er komið niður í 11. sæti deildarinnar eftir 1:1 jafntefli við Crystal Palace síðasta laugardag. Með góðum úrslitum á morgun getur Newcastle komist upp í Evrópusæti, en Newcastle er aðeins fjórum stigum frá Brighton, sem situr í 4. sæti deildarinnar.

Newcastle hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn Liverpool síðustu ár. Newcastle fagnaði síðast sigri gegn Liverpool í desember árið 2015 og hefur síðan þá ekki unnið í síðustu 15 leikjum liðanna. Liverpool hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum á St James’ Park, þar á meðal síðustu þrjá í röð.

Gengi Liverpool undir nýja knattspyrnustjóranum Arne Slot hefur verið stórkostlegt og náði hápunkti í síðustu viku þegar liðið vann 2:0-heimasigra gegn Evrópumeisturum Real Madrid og ríkj­andi Eng­lands­meist­ur­um Manchester City.

Slot hefur stýrt liðinu til sigurs í 11 af 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og 18 af 20 leikjum í öllum keppnum. Nú stefnir Liverpool á að viðhalda þessu magnaða gengi og útileikurinn á St James’ Park er enn ein áskorunin fyrir liðið. Newcastle getur orðið þriðja liðið á leiktíðinni til að ná stigum af Liverpool.

Frammistaða Newcastle á heimavelli hefur verið nokkuð óstöðug á leiktíðinni. Liðið vann góða heimasigra gegn Tottenham og Arsenal og gerði jafntefli við Manchester City en tapaði síðan fyrir West Ham og Brighton.

Alexander Isak hlaut áverka á mjöðm í jafnteflinu gegn Crystal Palace en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg og Eddie Howe vonast til að hann verði leikfær á morgun. Ef hann verður óleikfær er líklegt að Callum Wilson komi inn í byrjunarliðið.

Newcastle er enn án Sven Botman, Jamaal Lascelles og Emil Krafth. Þessir leikmenn verða líklega ekki klárir fyrr en eftir áramót. Joelinton er einnig að glíma við axlarmeiðsli en er þó talinn geta tekið þátt.

Hjá Liverpool er markvörðurinn Alisson enn frá vegna meiðsla og Caoimhin Kelleher verður því áfram í markinu. Diogo Jota, Ibrahima Konate og Kostas Tsimikas eru einnig frá vegna meiðsla. Trent Alexander-Arnold og Harvey Elliott sneru aftur í síðasta leik eftir að hafa jafnað sig á meiðslum. Líklegt er að Slot geri nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Manchester City um síðustu helgi.

Líklegt byrjunarlið Liverpool á morgun: (4-2-3-1): Kelleher; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Szoboszlai, Gravenberch, Mac Allister; Salah, Nunez, Gakpo.

Líklegt byrjunarlið Newcastle

Previous
Previous

Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik

Next
Next

Crystal Palace jafnaði met­in í blálokin