Crystal Palace jafnaði met­in í blálokin

Newcastle United gerði ekki nógu góða ferð til höfuðborgar Englands þegar liðið atti kappi við heimamenn í Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Í fyrri hálfleik, þar sem bæði lið spiluðu illa, fékk Crystal Palace betri færi. Crystal Palace fékk dauðafæri á 35. mínútu en Muñoz tókst einhvern veginn að skjóta framhjá opnu marki.

Í byrjun seinni hálfleiks, á 53. mínútu, komst Newcastle yfir eftir vel útfærða aukaspyrnu. Anthony Gordon átti fyrirgjöf þvert fyrir markið og Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, náði ekki að hreinsa frá marki og setti knöttinn í eigið mark.

Það stefndi allt í útisigur Newcastle en allt kom fyr­ir ekki. Guehi og Muñoz bættu upp fyrir mistök sín þegar sá fyrrnefndi gaf fyrirgjöf sem sá síðarnefndi skallaði í netið á lokamínútu í uppbótartíma. Lokatölur urðu því 1:1.

Frammistaða Newcastle í leiknum var mjög döpur en liðið átti aðeins eina marktilraun og skapaði sér xG upp á 0.02. Alexander Isak þurfti af fara af velli á 22. mínútu vegna meiðsla á mjöðm eftir að hafa lent í samstuði við varnarmann Crystal Palace. Óvíst er hversu al­var­leg meiðslin eru hjá Isak.

Newcastle er án sigurs í síðustu tveimur leikjum og er áfram í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Næsti leikur liðsins er næsta miðvikudag gegn toppliði Liverpool.

Einkunnir Sky Sports

Newcastle: Pope (6), Livramento (6), Schar (7), Burn (7), Hall (6), Tonali (7), Guimaraes (7), Willock (6), Gordon (6), Isak (6), Joelinton (6).

Varamenn: Barnes (6), Longstaff (6), Wilson (6)

Svipmyndir frá mbl.is

Previous
Previous

Newcastle mætir toppliðinu

Next
Next

Heimsókn á Selhurst Park