Heimsókn á Selhurst Park

Crystal Palace tekur á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á Selhurst Park á morgun. Crystal Palace hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur eftir 12 umferðir.

Í síðustu viðureignum liðanna á Selhurst Park hefur Crystal Palace haft yfirhöndina, þar á meðal 2:0 sigur á síðustu leiktíð. Newcastle hefur ekki unnið á Selhurst Park síðan í nóvember árið 2020, en fjórir af síðustu sex leikjum þar hafa endað með jafntefli.

Crystal Palace hefur í síðustu leikjum verið án lykilleikmanna, eins og Eberechi Eze og Adam Wharton. Liðið hefur þó sýnt batamerki í síðustu leikjum og hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum. Í síðustu umferð gerði liðið 2:2 jafntefli við Aston Villa á útivelli. Liðið hefur öfluga leikmenn, þ.á m. fyrirliðann Marc Guehi í hjarta varnarinnar, framherjann Mateta og markmanninn Dean Henderson, sem varði vítaspyrnu í síðustu umferð.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, sat fyr­ir svör­um á frétta­manna­fundi í morg­un þar sem hann var meðal annars spurður út í meiðsli Joe Willock og Bruno Guimaraes, sem þeir urðu fyrir í tapinu gegn West Ham síðasta mánudag. Howe sagði að meiðsli þeirra væru ekki alvarleg og líkur séu á því að þeir verða í leikmannahópnum á morgun, en það komi betur í ljós eftir æfingu liðsins í dag.

Nokkrar líkur eru á því að Sandro Tonali og Harvey Barnes verði í byrjunarliðinu á morgun en þeir hafa byrjað á varamannabekknum í síðustu leikjum. Dan Burn snýr þá aftur til baka eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.

Líklegt byrjunarlið:

Previous
Previous

Crystal Palace jafnaði met­in í blálokin

Next
Next

Meiðsli, slúðrið og vallarmál