Newcastle fór áfram í deildabikarnum
Newcastle United er komið áfram í enska deildabikarnum eftir að hafa sigrað enska D-deildarliðið Wimbledon 1:0 á heimavelli í þriðju umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, stillti upp nokkuð sterku byrjunarliði í kvöld en ákvað þó að setja lykilmenn á varamannabekkinn. Byrjunarliðið var svona skipað:
Whatever it is, the way you tell your story line can make all the difference.
Það var Fabian Schar sem skaut Newcastle United áfram en hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Schar sýndi mikið öryggi á vítapunktinum eins og honum einum er lagið. Markið má sjá hér að neðan.
Þeir Bruno Guimaraes, Anthony Gordon komu inn á sem varamenn í seinni hálfleik ásamt þeim Lewis Hall, Dan Burn og Odisseas Vlachodimos, sem var skipt inn á fyrir meiddan Martin Dubravka.
Newcastle United mun mæta Chelsea á heimavelli í fjórðu umferð enska deildabikarsins.
Næsti leikur Newcastle United er þann 5. október næstkomandi gegn Everton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.