Markalaust gegn Everton
Newcastle United og Everton mættust í dag á Goodison Park í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Newcastle United var afar nálægt því að komast yfir á 10. mínútu þegar Bruno Guimaraes átti skot af stuttu færi eftir hornspyrnu en Iliman Ndiaye kom Everton til bjargar með því að bjarga á marklínu.
Everton komst yfir á 18. mínútu þegar Abdulaye Doucoure skoraði laglegt skallamark eftir góða sendingu í gegnum vörn Newcastle. Everton fagnaði markinu vel en eftir athugun í VAR-sjánni mátti sjá að Doucoure var rangstæður þegar hann skallaði boltann og markið dæmt af.
Eftir um hálftíma leik fékk Newcastle dæmda vítaspyrnu þegar James Tarkowski reyndist brotlegur inn í teig Everton þar sem hann braut á Sandro Tonali sem dómari leiksins sá ekki upphaflega. Atvikið var skoðað í VAR-sjánni og vítaspyrna því réttilega dæmd. Anthony Gordon fór á vítapunktinn en brást heldur betur bogalistin og lét Jordan Pickford verja frá sér.
Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað. Fyrsta alvöru marktilraunin eftir leikhlé kom á 65. mínútu þegar Newcaste reyndi sendingu inn á teig Everton sem breytti um stefnu af varnarmanni og fór þaðan á markið sem Pickford náði að verja.
Tveimur mínútum síðar fékk Everton dauðafæri til að komast yfir þegar Dominic Calvert-Lewin náði skoti á marki en Pope í markinu varði vel frá honum. Calvert-Lewin reyndi síðan að ná frákastinu en lenti í samstuði við Dan Burn og voru leikmenn Everton ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu.
Anthony Gordon fékk gott færi á 82. mínútu leiksins og skaut rétt yfir markið eftir að hafa fengið góða stungusendingu frá Miguel Almiron.
Lokatölur urðu því 0:0. Newcastle er nú með 12 stig og situr í sjötta sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Brighton þann 19. október.
Einkunnir frá Sky Sports:
Newcastle: Pope (7), Trippier (6), Schar (6), Burn (7), Hall (6), Joelinton (6), Tonali (6), Guimaraes (7), Gordon (6), Barnes (6), Murphy (6)
Varamenn: Almiron (6), Willock (6), Livramento (6), Longstaff (6)
Maður leiksins: Jordan Pickford