Isak tryggði sigurinn gegn Arsenal - Tveir sigrar í röð

Newcastle United vann í dag 1:0 heimasigur á Arsenal í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Það var sænski framherjinn Alexander Isak sem tryggði Newcastle öll stigin með eina marki leiksins. Isak skoraði afar laglegt skallamark á 12. mínútu eftir sendingu frá Anthony Gordon.

Arsenal fann ekki leið fram hjá öflugri vörn Newcastle og urðu lokatölur 1:0, Newcastle í vil.

Newcastle hefur nú unnið tvo leiki í röð og er með 15 stig í ensku úrvalsdeildinni og situr í 9. sæti. Newcastle vann góðan 2:0 sigur á heimavelli gegn Chelsea í enska deildabikarnum síðasta miðvikudag.

Næsti leikur Newcastle er þann 10. nóvember en þá fer liðið í heimsókn til Nottingham Forest.

Svipmyndir úr leiknum eru hér að neðan frá mbl.is

Previous
Previous

Heimsókn til Nottingham Forest

Next
Next

Markalaust gegn Everton