Heimsókn til Nottingham Forest

Newcastle United fer í heimsókn til Nottingham Forest á morgun þegar liðin mætast í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Newcastle hafði tögl og haldir allan leikinn gegn Arsenal um síðustu helgi en þá bar Newcastle sigur úr býtum á heimavelli, 1:0. Í þarsíðasta leik hafði Newcastle betur gegn Chelsea í enska deildabikarnum. Þetta gefur liðinu byr undir báða vængi í baráttunni sem framundan er.

Tímabilið hjá Nottinham Forest hefur farið mjög vel af stað. Liðið situr í 3. sæti deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik í deildinni. Þá hefur liðið fengið á sig næstfæstu mörkin, aðeins sjö mörk. Nuno Espirito Santo, stjóri liðsins, er því að gera frábæra hluti með liðinu sem var í fallbaráttu á síðasta tímabili. Santo er sjálfur nýbúinn að taka út þriggja leikja bann og verður því á hliðarlínunni á morgun, en Forest sigraði síðustu þrjá leiki sína á meðan Santo var í banni.

Fyrrum leikmenn Newcastle, þeir Chris Wood og Elliot Anderson verða líklega í eldlínunni með Nottingham Forest á morgun. Chris Wood hefur verið sjóðheitur upp á síðkastið og er með 8 mörk og er sem stendur í öðru sæti yfir markahæstu menn í deildinni. Anderson, sem var seldur frá Newcastle í sumar, hefur byrjað flesta leikina hjá Forest en var settur á varamannabekkinn í síðasta leik. Í vörn Forest er öflugt miðvarðarpar sem þeir Milenkovic og Murillo mynda. Anthony Elanga og Callum Hudson-Odio eru síðan á köntunum hjá Forest og eru líklegir til þess að valda usla.

Það er líklegt að Eddie Howe, stjóri Newcastle, stilli upp sama byrjunarliði og lagði Arsenal um síðustu helgi. Jacob Murphy kemur mögulega aftur inn í leikmannahópinn eftir meiðsli, en þeir Callum Wilson og Kieran Trippier verða enn frá vegna meiðsla.

Líklegt byrjunarlið:

Previous
Previous

Newcastle sneri taflinu við

Next
Next

Isak tryggði sigurinn gegn Arsenal - Tveir sigrar í röð