Newcastle fer aftur til Lundúna

Newcastle United ferðast aftur til Lundúna og mun á morgun etja kappi við Brentford í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Um síðustu helgi fór Newcastle-liðið í heimsókn til Crystal Palace og gerði þar 1:1 jafntefli, þar sem heimamenn skoruðu jöfnunarmark í blálokin.

Newcastle átti mjög góðan leik gegn Liverpool í miðri viku þegar liðin gerðu 3:3 jafntefli á St James’ Park í ótrúlegum leik. Newcastle getur tekið margt já­kvætt úr þeim leik og fær því gott tækifæri til að byggja ofan á þá frammistöðu á morgun.

Brentford kemur inn í leikinn eftir að hafa tapað fyrir Aston Villa í miðri viku. Brentford hefur staðið sig ágætlega að undanförnu og situr í 11. sæti deildarinnar, einu sæti ofar en Newcastle.

Brentford hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar gegn Newcastle síðustu ár. Newcastle hefur unnið síðustu fimm leiki gegn Brentford í öllum keppnum og Newcastle hefur skorað að minnsta kosti tvö mörk í fimm af síðustu sex leikjum sínum gegn Brentford. Leikir þessara liða hafa verið líflegir en 24 mörk hafa verið skoruð í síðustu sex viðureignum.

Eins og í síðustu leikjum verða þeir Emil Krafth, Sven Botman og Jamaal Lascelles frá vegna meiðsla. Kieran Trippier missir síðan af leiknum vegna veikinda.

Möguleiki er á því að Eddie Howe, stjóri Newcastle, geri einhverjar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Liverpool. Um er að ræða fjórða leik liðsins á aðeins ellefu dögum. Howe sagði á fréttamannadundi í dag að Sandro Tonali, Anthony Gordon og Alexander Isak væru allir talsvert þreyttir eftir leikinn gegn Liverpool. Sean Longstaff og Joe Willock gætu komið inn í byrjunarliðið, sem gæti orðið til þess að Joelinton fari aftur á vinstri kantinn.

Líklegt byrjunarlið Brentford: Flekken; Roerslev, Collins, Pinnock, Lewis-Potter; Norgaard, Janelt, Damsgaard; Mbeumo, Schade, Wissa.

Líklegt byrjunarlið Newcastle

Previous
Previous

Stórsigur gegn Leicester

Next
Next

Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik