Howe með gott tak á Fulham
Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Newcastle United og er liðið enn taplaust eftir fyrstu fimm leiki tímabilsins. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli í ensku úrvalsdeildinni og unnið einn leik í enska deildarbikarnum. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð og er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir.
Newcastle United-liðið sýndi mikinn karakter um síðustu helgi þegar liðið vann góðan endurkomusigur gegn Wolves á útivelli. Nick Pope átti þar stórleik í markinu og þeir Fabian Schar og Harvey Barnes skoruðu glæsileg mörk.
Newcastle United fer á morgun í heimsókn á Craven Cottage þar sem Fulham leikur sína heimaleiki. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Eddie Howe, stjóri Newcastle United, á því möguleika á því að tengja þrjá sigra saman.
Eddie Howe hefur haft gott tak á Fulham í gegnum tíðina en hann hefur alls níu sinnum mætt Fulham og hefur náð að sigra liðið átta sinnum, alls fimm sinnum með Newcastle United. Markatala Howe gegn Fulham er 15:2, en hann náði að sigra Fulham þrisvar sinnum þegar hann stýrði Bournemouth.
Newcastle United hefur jafnframt haft gott tak á Fulham en í síðustu 10 leikjum liðanna í öllum keppnum hefur Newcastle United aðeins tapað einu sinni og unnið síðustu fimm leiki í röð.
Óvíst er hvort Alexander Isak geti leikið með Newcastle United á morgun. Isak, sem verður 25 ára á morgun, lék einungis fyrri hálfleikinn gegn Wolves vegna meiðsla á fæti og einnig á auga. Þeir Callum Wilson, Sven Botman, Jamaal Lascelles og Lewis Miley verða áfram frá vegna meiðsla.
Líklegt byrjunarlið: