Newcastle með augastað á Sane

Newcastle United er sagt hafa augastað á Leroy Sane sem leikur með þýska stórliðinu Bayern Munich. Enska blaðið Daily Express greinir frá þessu í dag.

Sane á innan við ár eftir af samningi sínum hjá Bayern Munich og er sagður hafa hafnað nýjum samningi frá liðinu.

Sane, sem lék með Manchester City við góðan orðstír í þrjú áður en hann gekk til liðs við Bayern Munich, hefur hug á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en Arsenal er einnig áhugasamt um leikmanninn.

Sane er 28 ára og hefur verið hjá Bayern Munich frá 2020. Hann er hægri kantmaður og með öflugan vinstri fót.

Newcastle United er að leita sér að hægri kantmanni og reyndi meðal annars að kaupa Anthony Elanga frá Nottingham Forest á síðasta degi félagsskiptagluggans.

Next
Next

Nick Pope valinn maður leiksins gegn Wolves af íslenskum stuðningsmönnum