Fulham hafði betur
Newcastle United tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni er liðið lá á útivelli gegn Fulham, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.
Eddie Howe gerði talsverðar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik gegn Wolves, en þeir Kieran Trippier, Harvey Barnes, Lloyd Kelly og Joe Willock komu inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Valentino Livramento, Jacob Murphy, Lewis Hall og Sean Longstaff.
Heimamenn í Fulham fóru vel af stað og náðu forystunni í leiknum strax á 5. mínútu. Þar var að verki Raul Jimenez. Á 22. mínútu leiksins tvöfaldaði Emile Smith Rowe forystuna fyrir Fulham og var staðan í hálfleik 2:0, Fulham í vil.
Newcastle United byrjaði seinni hálfleikinn vel en Harvey Barnes minnkaði muninn með laglegu marki, 1:2, á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.
Reiss Nelson innsiglaði svo sigurinn fyrir Fulham þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í uppbótartíma seinni hálfleiks og lokatölur urðu 3:1.
Einkunnir frá Sky Sports:
Newcastle: Pope (6), Trippier (6), Schar (6), Burn (5), Kelly (5), Joelinton (6), Willock (6), Guimaraes (6), Gordon (7), Barnes (7), Isak (6)
Varamenn: Tonali (6), Osula (6), Hall (7), Livramento (6), Jacob Murphy (7)
Maður leiksins: Adama Traore
Svipmyndir úr leiknum
Hægt er að horfa á svipmyndir úr leiknum á vef mbl.is.