Fjárfest til framtíðar
Paul Mitchell, yfirmaður knattspyrnumála og James Bunce, leikgreinandi.
Daily Mail greinir frá því í dag að Newcastle United sé nálægt því að tryggja sér þjónustu spænska kantmannsins Antonio Cordero sem leikur með Malaga í spænsku B-deildinni.
Cordero, sem er 18 ára gamall, þykir mikið efni og svo virðist vera að Newcastle ætli að hafa betur í kapphlaupinu við spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona um að fá þennan efnilega leikmann í sínar raðir.
Cordero getur leikið á báðum köntunum og hefur á þessari leiktíð komið að 10 mörkum með Malaga.
Craig Hope, blaðamaður hjá Daily Mail, segir að Cordero muni ganga til liðs við Newcastle í sumar og allt stefnir í að hann verði lánaður til annars liðs á næstu leiktíð.
Í síðasta mánuði gekk Baran Yildiz, 18 ára miðjumaður frá Tyrklandi, til liðs við Newcastle og síðasta haust gekk Newcastle frá kaupum á hinum 17 ára gamla Vakhtang Salia frá Georgíu.
Salia, sem leikur nú með georgíska liðinu Dinamo Tbilisi, þykir einnig mikið efni og mun ganga í raðir Newcastle þegar hann verður 18 ára í águst á þessu ári.
Þá gekk Kyle Fitzgerald, 18 ára kantmaður, í raðir Newcastle í síðustu viku frá írska liðinu Galway United.
Antonio Cordero
Vakhtang Salia
Kyle Fitzgerald