Endurkomusigur Newcastle gegn Wolves

Newcastle United vann góðan endurkomusigur á Wolves, 2;1, þegar liðin áttust við í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Molineux-vellinum í dag.

Anthony Gordon komst nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum fyrir Newcastle en skot hans fór í stöngina. Wolves, sem var sigurlaust í deildinni fyrir leikinn, komst yfir í leiknum með marki frá Mario Lemina og liðið leiddi 1:0 í hálfleik.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, leist ekkert á blikuna eftir fyrri hálfleikinn og gerði þrefalda skiptingu í hálfleik. Joe Willock, Sandro Tonali og Harvey Barnes komu inn á fyrir Joelinton, Sean Longstaff og Alexander Isak, sem gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla.

Fabian Schar, sem sneri í dag aftur í byrjunarlið Newcastle, átti lúmskt skot sem fór rétt fram hjá marki Wolves í byrjun síðari hálfleiks. Stuttu síðar átti Jorgen Strand Larsen, framherji Wolves, skot í stöng.

Á 75. mínútu leiksins skoraði Fabian Schar jöfnunarmark Newcastle, 1:1, með glæsilegu skoti af um þrjátíu metra færi. Glæsileg innkoma hjá Schar sem tók út leikbann í síðustu tveimur leikjum í deildinni.

Tíu mínútum fyrir leikslok innsiglaði varamaðurinn Harvey Barnes svo sigurinn með glæsilegu marki. Staðan var þá orðin 2:1 og reyndust það lokatölur.

Með sigrinum fór Newcastle upp í þriðja sæti deildarinnar og er með 10 stig eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á útivelli um næstu helgi.

Ein­kunn­ar­gjöf Sky Sports:

Newcastle: Pope (7), Livramento (6), Schar (7), Burn (6), Hall (6), Guimaraes (6), Longstaff (5), Joelinton (5), Gordon (7), Murphy (6), Isak (5).

Varamenn: Tonali (7), Barnes (7), Willock (6), Trippier (6), Kelly (n/a).

Maður leiksins: Fabian Schar.

Svipmyndir úr leiknum

Svipmyndir úr leiknum hafa verið birtar á vef mbl.is, en hægt er að sjá svipmyndir með því að smella hér.

Previous
Previous

Nick Pope valinn maður leiksins gegn Wolves af íslenskum stuðningsmönnum

Next
Next

Kominn tími á sigur á Molineux