Tap gegn Liverpool
Liverpool vann 2:0 sigur á Newcastle United á Anfield-leikvanginum í gærkvöld, með mörkum frá Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister sitt hvoru megin við hálfleikinn.
Dominik Szoboszlai kom toppliði Liverpool yfir með snyrtilegu skoti í rigningunni á Anfield. Stuttu síðar fékk Callum Wilson gott færi til að jafna fyrir Newcastle en nýtti það ekki.
Mac Allister tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik með þrumuskoti og tryggði Liverpool stigin þrjú. Sigurinn færði Liverpool 13 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, á meðan Newcastle er aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Newcastle var að leita að sínum fyrsta sigri á Anfield síðan í nóvember 1995. Þessi miðvikudagsleikur var eins konar upphitun fyrir úrslitaleik enska deildabikarsins þar sem liðin mætast aftur eftir rúmar tvær vikur.
En án markahróksins Alexander Isak, sem var frá vegna meiðsla í nára, virtist Newcastle ekki geta ógnað að viti, sérstaklega eftir að Szoboszlai kom Liverpool yfir með marki eftir sendingu frá Luis Díaz eftir aðeins 11 mínútur.
Callum Wilson, sem var að byrja sinn fyrsta deilarleik á leiktíðinni, barðist vel en tókst ekki að nýta þau færi sem gáfust. Liverpool skapaði fleiri færi þar sem Szoboszlai og Salah áttu fín færi í fyrri hálfleiknum.
Newcastle reyndi að sækja meira í seinni hálfleik en leikmenn Liverpool náðu að stjórna leiknum betur og innsigluðu sigurinn um miðjan seinni hálfleik þegar Mac Allister skoraði með þrumuskoti úr vítateignum eftir gott samspil við Mohamed Salah.
Liverpool hefði getað bætt við fleiri mörkum. Mohamed Salah fékk besta færi heimamanna undir lok leiks þegar hann náði skoti að marki utarlega úr teignum sem Nick Pope í markinu varði mjög vel.
Næsta verkefni Newcastle er á sunnudaginn kemur þegar liðið tekur á móti Brighton í enska bikarnum.
Einkunnir Sky Sports
Newcastle: Pope (5), Livramento (6), Schar (6), Burn (6), Hall (7), Tonali (6), Guimaraes (6), Willock (6), Murphy (5), Gordon (6), Wilson (5).
Varamenn: Barnes (6), Osula (6), Trippier (6), Miley (6), Longstaff (n/a).