Mikilvægur leikur gegn City

Manchester City tekur á móti Newcastle United á Etihad-leikvanginum á morgun í mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Manchester City kemur inn í leikinn eftir nokkuð erfiða viku. Liðið vann nauman sigur á Leyton Orient í enska bikarnum um síðustu helgi en tapaði 3:2 fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku eftir að hafa glutrað niður forystunni í lokin. Þetta var fimmti leikurinn á leiktíðinni þar sem liðið tapar eftir að hafa verið með forystu.

Manchester City tapaði illa í síðasta deildarleik sínum, 5:1 gegn Arsenal, sem setti liðið niður í fimmta sæti, heilum 18 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið er jafnframt tveimur stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti og er með jafn mörg stig og Newcastle, sem er í sjötta sæti með sömu markatölu.

Stuðningsmenn City geta þó fundið smá von í sögulegri yfirburðastöðu gegn Newcastle. Manchester City hefur aðeins tapað einum af síðustu 34 leikjum sínum gegn Newcastle í úrvalsdeildinni (27 sigrar, 6 jafntefli). Manchester City hefur einnig unnið síðustu 15 heimaleiki sína gegn Newcastle, sem er fjórða lengsta sigurganga í úrvalsdeildinni gegn sama andstæðingi.

Síðasti sigur Newcastle gegn Manchester City á útivelli í úrvalsdeildinni var í september árið 2000. Síðan þá hefur Newcastle tapað 18 af síðustu 20 útileikjum sínum gegn Manchester City og hefur ekki skorað mark í síðustu fimm heimsóknum sínum á Etihad.

Engu að síður mun Newcastle mæta til Manchester-borgar með gott sjálfstraust eftir að hafa unnið síðustu fjóra útileiki í úrvalsdeildinni.

Jack Grealish og Manuel Akanji verða tæpir vegna meiðsla hjá Manchester City. Meiðsli lykilmannsins Rodri hefur haft mikil áhrif á liðið en hann sleit krossband í september á síðasta ári og hefur verið frá síðan. Fjarvera hans hefur valdið ójafnvægi í leik liðsins, bæði varnarlega og í uppspili. Liðið keypti í janúar leikmenn fyrir um 180 milljónir punda til að styrkja leikmannahópinn, þ. á m. González frá Porto fyrir 50 milljónir punda sem er ætlað að fylla skarð Rodri.

Þrátt fyrir varnarvandamál er sóknarleikur liðsins áfram gríðarlega öflugur. Norðmaðurinn Erling Haaland hefur verið óstöðvandi með 19 deildarmörk á leiktíðinni. Phil Foden hefur einnig lagt sitt af mörkum með 7 mörk og er mikilvægur í sóknaruppbyggingu liðsins.

Líklegt byrjunarlið Manchester City: Ortega; Nunes, Dias, Ake, Gvardiol; Gonzalez, Kovacic; Savinho, Foden, Marmoush; Haaland

Liðsfréttir hjá Newcastle

Jamaal Lascelles, Joelinton og Harvey Barnes verða frá. Anthony Gordon, Sven Botman og Dan Burn eru allir tæpir og verða metnir fyrir leikinn.  

Nick Pope var á milli stanganna í síðasta leik gegn Birmingham en Martin Dúbravka mun að öllum líkindum byrja á morgun. Vonandi mun Eddie Howe geta stillt upp sterku byrjunarliði á morgun.

Líklegt byrjunarlið

Previous
Previous

Martröð gegn City

Next
Next

Ein­um sigri frá því að enda 70 ára titlaþurrð