Borgin var svört og hvít - Myndasyrpa
Gífurlegur fjöldi stuðningsmanna Newcastle United, hundruð þúsunda, lagði leið sína í miðborgina í Newcastle síðasta laugardag til að fagna langþráðum titli, þeim fyrsta í 70 ár.
Áætlað var að allt að hundrað og fimmtíu þúsund manns myndu fylla göturnar til að fagna titlinum og þegar leið á daginn safnaðist svipaður fjöldi í Town Moor-garðinum í borginni. Þar stigu leikmenn á svið og lyftu enska deildabikarnum, rétt eins og þeir gerðu á Wembley-leikvanginum í London fyrir tæpum tveimur vikum.
Eftirfarandi ljósmyndir voru teknar á laugardeginum. Sjón er sögu ríkari.