Nafnmerki, vefur og hlaðvarp

Newcastle klúbburinn á Íslandi hefur í opnað glænýjan vef, NUFC.is, sem er hannaður og smíðaður af Kristni Bjarnasyni, formanni klúbbsins.

Vefurinn verður heimili allra íslenskra stuðningsmanna Newcastle United, þar sem hægt verður að fylgjast með öllu sem tengist klúbbnum og félagsstarfinu hér á landi.

Í tengslum við opnunina fór í loftið fyrsti þátturinn af nýju hlaðvarpi klúbbsins, „Allt er svart og hvítt“. Þátturinn er í umsjón Jóns Júlíusar, Magnúsar Tindra og Jóns Grétars, sem stýra fyrsta þættinum „Upphafið og glugginn“.

Í þættinum fara þeir yfir síðustu fjóra leiki Newcastle, komandi leiki og leikmannagluggann þar sem keyptir og seldir leikmenn eru til umfjöllunar. Þetta er skemmtilegur og lifandi þáttur sem heldur áhorfendum við efnið með góðri umfjöllun og ástríðufullum yfirlýsingum.

Newcastle klúbburinn á Íslandi stefnir að því að hlaðvarpið verði í umsjón félagsmanna og hvetur alla áhugasama til að taka þátt. Einnig minnir klúbburinn á stórhópferðina til Manchester í apríl á næsta ári og á næsta hitting félagsmanna á Ölver um helgina þegar Newcastle mætir Wolves.

Ölver, sem er heimavöllur klúbbsins á Íslandi, mun hýsa reglulega hittinga á leikdögum út tímabilið.

Previous
Previous

Fílalag fjallar um Local Hero