Magnað og mik­il­vægt sig­ur­mark - ‘Sandro Ole Ole Ole’

Sandro Tonali skoraði magnað sig­ur­mark fyrir Newcastle United í 2:1 sigri liðsins gegn Brentford á St James’ Park í ensku úr­vals­deild­inni í gærkvöld.

Alexander Isak fékk fyrsta færið í leiknum þegar hann átti skalla sem fór framhjá markinu eftir fyrirgjöf frá Tino Livramento.

Livramento átti þátt í annarri hættulegri sókn á 11. mínútu þegar hann lagði upp fyrir Joelinton sem átti skot rétt framhjá markinu. Um miðjan fyrri hálfleik stal Jacob Murphy boltanum af Ethan Pinnock og gaf á Isak, en markahrókurinn skaut framhjá.

Tveimur mínútum síðar átti Murphy skot af um 25 metra færi sem fór rétt framhjá og Harvey Barnes átti svo fast skot eftir góðan undirbúning frá Joelinton og Bruno Guimarães.

Brentford átti fá svör í fyrri hálfleik og eina tilraun liðsins var langskot frá Mbeumo sem fór langt framhjá. Fabian Schär átti síðan skot sem fór í Isak og af honum framhjá markinu.

Á 45. mínútu skoraði Newcastle mark sem var dæmt af vegna rangstöðu þegar Barnes skallaði boltann í markið. Í aðdrag­and­an­um hafði Isak fengið dauðafæri til að skora en hann fór illa að ráði sínu.

En Newcastle komst yfir aðeins nokkrum sekúndum síðar þegar Jacob Murphy átti frábæra fyrirgjöf frá hægri á Isak sem skoraði af öryggi fyrir framan Gallowgate-stúkuna, 1:0.

Strax í upphafi seinni hálfleiks átti Barnes skot sem fór framhjá og eftir um klukkutíma leik komst hann í gott færi eftir að Murphy náði boltanum af Lewis-Potter, en Flekken í marki Brentford varði vel.

Um miðbik seinni hálfleiks gerði Nick Pope sig sek­an um slæm mis­tök þegar hann braut á Yoane Wissa innan vítateigs. Mbeumo fór á vítapunktinn og skoraði örugglega, 1:1.

Brentford var nálægt því að komast yfir á 68. mínútu þegar Pinnock skallaði í tréverkið og boltinn hrökk í hendur Pope. 

En Newcastle náði forystunni á ný þegar Sandro Tonali skoraði úr þröngu færi hægra megin, 2:1. Það gæti hafa verið fyrirgjöf, en miðjumaðurinn hafði varla klikkað á sendingu í leiknum, svo það væri ekki fjarri lagi að hann hafi ætlað sér að koma markverðinum á óvart með þessari djörfu tilraun. Magnað mark sem má sjá hér að neðan.

Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi. Callum Wilson átti skot sem fór af varnarmanni í horn á 86. mínútu, Barnes var stöðvaður með góðri tæklingu og Joe Willock átti skottilraun í uppbótartíma. Brentford gafst þó ekki upp og Mikkel Damsgaard, Schade og Christian Nørgaard fengu færi til að jafna undir lokin, en Newcastle hélt út og tryggði sér sigurinn.

‘Sandro Ole Ole Ole’

Sandro Tonali

Sandro Tonali

Hann drekkur Moretti

Hann borðar spagettí

Og hann f***ing hatar Sunderland.

Svipmyndir úr leiknum frá MBL.is

Next
Next

Baráttan heldur áfram - Brentford í kvöld